Persónuvernd og skilmálar Jórukórsins
Hver erum við
Jórukórinn
Víkurmói 2
800 Selfoss
Vefsíðan okkar er á https://www.jorukorinn.is
Persónuvernd
Jórukórinn heitir kaupanda fullum trúnaði um upplýsingar sem hann lætur Jórukórnum í té og verða upplýsingar ekki afhentar þriðja aðila.
Jórukórinn er ábyrgðaraðili í skilningi persónuverndarlaga, þ.e. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Vakni spurningar í tengslum við stefnu Jórukórsins er snúa að persónuupplýsingum eru einstaklingar hvattir til að hafa samband við Jórukórinn.
Miðakaup hjá Jórukórnum
Söluaðili er Jórukórinn, kt: 631097-3249.
Kaup á miðum fara í gegnum örugga greiðslugátt Teya.
Skilaréttur
Ef þú kaupir miða á viðburð á vegum Jórukórsins hefur þú rétt á að fá endurgreitt ef 14 dagar eða skemur eru liðnir frá miðakaupum en ekki ef styttra er í viðburð en 14 dagar. Ef viðburður fellur niður þá á kaupandi rétt á endurgreiðslu. Ef viðburði er frestað af einhverri ástæðu er kaupanda boðið að mæta með sama miða á öðrum degi, ef kaupandi kemst ekki á nýrri dagsetningu er honum endurgreitt.
Afhending miða
Miðar eru afgreiddir í tölvupósti. Sýna þarf QR kóða í miðasölu. Hægt er að sýna miða á tíma/tæki eða prenta út. QR kóði er svo skannaður við dyrnar.
Póstlisti
Velji notandi að skrá sig á póstlista Jórukórsins vinnur Jórukórinn með upplýsingar um nafn og netfang viðkomandi. Vinnslan byggir á samþykki og getur notandi hvenær sem er afskráð sig af póstlistanum, þ.m.t. með því að smella á afskráningartengil í tölvupóstum sem berast frá Jórukórnum.
Aldurstakmark
Ákveðið aldurstakmark er skilgreint við hvern viðburð. Aldurtakmark fer eftir reglum á viðburðarstað og hvort áfengissala sé á viðburðinum.
Áfengi og önnur vímuefni
Meðferð tóbaks og ólöglegra vímuefni er bönnuð viðburðum Jórukórsins. Einnig getur ölvun ógildað miða.
Vafrakökur (Cookies)
Jorukorinn.is notar vafrakökur til þess að styðja við notendaupplifun þína á vefnum hvað varðar miðakaup og almenna notkun á vefnum, t.d. mælingar á heimsóknarfjölda og öðru því tengdu.